Pílutún 1-6

Um er að ræða raðhús með 6 íbúðum á góðum stað í túnunum. Rólegt og barnvænt hverfi. Stutt í alla helstu þjónustu. Skjólveggur og pallur er steyptur, bílastæði malbikað, lóðin er þökulögð, með túnþökum.

Íbúð

Forstofa: Í forstofu er fataskápur með fataslá og hillum.

Þvottahús: Í þvottahúsi er skolvaskur í bekkplötu.

Baðherbergi: Innrétting í baðherbergi er úr hvítum plasthúðuðum spónaplötum og í hurðum og skúffuforstykkjum er spónlögð eik, spegill með lýsingu í kappa er við hliðina á efri skáp. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, hornbaðkar og sturtuhorn fylgir.

Eldhús: Eldhúsinnrétting er úr hvítum plasthúðuðum spónaplötum en hurðir og skúffuforstykki eru spónlögð með eik. Bekkplötur eru úr formbeygðu harðplasti með hamraðri áferð. Skúffubrautir, hengsli og höldur eru af viðurkenndri og vandaðri gerð. Í eldhúsinnréttingu eru Appliance tæki, svart keramikhelluborð, bakaraofn stál, stálvifta og tvöfaldur vaskur. Flísar eru á milli innréttinga, og kappalýsing.

Herbergi: Í barnaherbergi er fataskápur með fataslá, hillum og 4 skúffubökkum, í svefnherbergi er fataskápur með 4 hurðum, í miðjueiningu er sjónvarpsskápur og 7 skúffur, fataslá öðrumegin, en fataslá hillur og 4 skúffubakkar í hinum.

Svæði

Skjólveggur og pallur er steyptur, bílastæði malbikað, lóðin er þökulögð, með túnþökum.

Skilalýsing

Gólfefni: Íbúðunum fylgja ekki gólfefni, nema baðherbergi eru flísalagt.

Upphitun: Íbúðirnar eru með gólfhita.

Raflögn: Öll raflögn er fullfrágengin þ.e. tengt í allar dósir og rofar komnir á sinn stað, síma og sjónvarpslagnir í stofurými og herbergjum.

Ljós fylgja ekki nema kappalýsing á baðherbergi og eldhúsi.

ÍbúðarverðLýsingStærðVerð í millj.
Pílutún 1 4ra herb m. Bílskúr 153,3 34,8
Pílutún 3 3ja herb. M.bílskúr 138,4 31,8
Pílutún 5 3ja herb. M.bílskúr 138,4 31,8
Pílutún 7 3ja herb. M.bílskúr 138,4 31,8
Pílutún 9 4ra herb m. Bílskúr 154,7 35,8

 

Söluaðili: Gellir fasteignasala

Heiti skjals Tegund
Afstaða PDF skjal Skoða
A103 útlit litmynd PDF skjal Skoða
Grunnmynd PDF skjal Skoða
Útlit PDF skjal Skoða